1. Forsíða
  2. Kennararáð

Kennararáð

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar kennararáð, sbr. ákvæði 7. gr. laga nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. 
 
Kennararáð hefur starfsaðstöðu hjá Menntamálastofnun. 
 
Tölvupóstfang kennararáðs: [email protected]
 
Starfsmaður kennararáðs er Ingileif Ástvaldsdóttir. 
 
Hlutverk kennararáðs er m.a. að:
a. veita ráðherra ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun hæfniramma með því að gera tillögu um innihald og endurskoðun reglugerðar um hæfniramma fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda,
b. veita leiðbeiningar og ráðgjöf um útfærslu hæfniramma á grundvelli þessa kafla og reglugerðar skv. 8. gr.,
c. veita ráðgjöf um starfsþróun kennara og skólastjórnenda og notkun hæfniramma við útfærslu og framkvæmd hennar,
d. fylgjast með alþjóðlegri þróun og áherslum í menntavísindum og nýta við ráðgjöf um kennaramenntun og starfsþróun,
e. veita leiðsögn um mat á sérhæfingu kennara við ráðningu,
f. efla vitund um mikilvægi kennarastarfsins í samfélaginu.
 
Fundagerðir