3. Fjárhagsmál
Umsækjendum ber að fylla út excel skjalið „Yfirlit yfir fjárhag umsækjenda“ og word skjalið „Fjárhagsmálefni-Form og leiðbeiningar“ og láta fylgja umsókn. Finna má tengla í skjölin hér að neðan. Mikilvægt er að vanda til verka við útfyllingu þeirra.
Að auki þurfa ársreikningar síðustu þriggja ára, rauntölur líðandi árs og rökstudd fjárhagsáætlun til næstu þriggja ára að fylgja umsókn. Gæta þarf þess að tölur í áætlunum séu samanburðarhæfar við tölur í ársreikningum.
Út frá framangreindum gögnum er metið hvernig fjárhagslegri ábyrgð er háttað, hvernig fræðsluaðili fjármagnar starfsemi sína og hvernig fjárhagslegt rekstraröryggi starfseminnar er tryggt. Heimilt er að krefjast bankatryggingar af fræðsluaðila.
Tengill í excel skjal
Tengill í word skjal
Þegar skóli sem er að hefja starfsemi sækir um viðurkenningu þarf að sundurliða áætlanir um reksturinn sérstaklega vel. Þar sem fyrsta viðurkenning gildir jafnan í eitt ár þarf fjárhagsáætlun aðeins að ná yfir líðandi ár og næsta ár þar á eftir. Í stað ársreikninga eru send inn stofnskjöl, s.s. samþykktir, skipulagsskrá o.þ.h., auk staðfestingar á greiðslu stofnframlags/hlutafjár og skuldbindinga eigenda gagnvart umsækjanda. Fylla þarf fyrrgreind excel og word skjöl út að því marki sem mögulegt er.