Lesferill

Lesferill er safn matstækja sem meta afmarkaða þætti læsis og er notkun þeirra valfrjáls. Notkun á niðurstöðum Lesferils getur gefið nemendum, forsjáraðilum og kennurum góðar upplýsingar um stöðu nemenda í lestri en það er einnig lykilatriði að rýnt sé í niðurstöður og þær notaðar markvisst til að gera lestrarkennslu árangursríkari fyrir alla nemendur.