Lesfimipróf

Lesfimipróf  Menntamálastofnunar  er  staðlað  einstaklingspróf  sem veitir upplýsingar um stöðu  nemanda  í  lesfimi  út frá viðmiðum  sem Menntamálastofnun  hefur sett.  Lesfimiprófið metur færni sem  birtist í nákvæmum,  sjálfvirkum og fyrirhafnarlausum  lestri en þeir þættir, ásamt  viðeigandi  afmörkun  hendinga og  réttu hljómfalli, stuðla  að auknum lesskilningi. Prófútgáfurnar eru  alls  tíu, eða ein fyrir  hvern  árgang,  og er  sama prófið lagt fyrir  í september,  janúar og maí. Þar  sem  prófið  er  staðlað  er  gert  ráð fyrir að prófútgáfur séu aðeins notaðar fyrir þann aldurshóp sem þeim er ætlað að meta. Öll gögn prófsins er að finna í Skólagátt en aðrar upplýsingar um prófið má finna í Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils.