Lög og reglugerðir sem tengjast starfsemi Menntamálastofnunar.
Lög um Menntamálastofnun
Menntamálastofnun er stjórnsýslustofnun á sviði menntamála sem stuðla skal að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu menntunar í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.
Menntamálastofnun skal sinna verkefnum á sviði menntamála samkvæmt lögum þessum og því sem ráðherra felur stofnuninni.
Lög um grunnskóla
Lög þessi taka til grunnskóla á vegum sveitarfélaga, til sjálfstætt rekinna grunnskóla sem hlotið hafa viðurkenningu samkvæmt lögum þessum og til viðurkennds náms á grunnskólastigi. Skólar sem bjóða nám á grunnskólastigi nefnast grunnskólar.
Lög um leikskóla
Lög þessi taka til starfsemi leikskóla. Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er fyrir börn undir skólaskyldualdri. Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna á leikskólaaldri í samræmi við lög þessi.
Lög um framhaldsskóla
Lög þessi taka til skólastarfs á framhaldsskólastigi. Nám á framhaldsskólastigi er skipulagt sem framhald af námi á grunnskólastigi. Það miðar að lokaprófi, svo sem framhaldsskólaprófi, starfsréttindaprófi, stúdentsprófi eða öðrum skilgreindum námslokum sem geta miðast við tiltekin störf og veitt sérstök réttindi þeim tengd.
Lög um framhaldsfræðslu
Lög þessi taka til skipulags framhaldsfræðslu á vegum fræðsluaðila sem viðurkenningu hljóta samkvæmt lögum þessum og þátttöku ríkissjóðs í kostnaði við framkvæmd henn
Reglugerð um framhaldsfræðslu
Reglugerð þessi tekur til ýmissa þátta í framhaldsfræðslu, svo sem viðurkenningar fræðsluaðila, vottunar námskráa og raunfærnimats.
Aðalnámskrá leikskóla
Aðalnámskrá leikskóla er fagleg stefnumörkun um uppeldis- og menntunarhlutverk leikskólans. Þar er lýst markmiðum leikskólastarfsins og leiðum að settu marki. Námskráin er leiðarvísir fyrir alla sem vinna að uppeldi og menntun barna í leikskólum og er sveigjanlegur rammi um störf þeirra. Aðalnámskrá leikskóla er einnig upplýsandi fyrir foreldra og forráðamenn um hlutverk og starfsemi leikskóla.
Aðalnámskrá grunnskóla
Aðalnámskrá er rammi um skólastarfið á þessum skólastigum og leiðsögn um tilgang þess og markmið. Hún birtir heildarsýn um menntun og útfærir nánar þá menntastefnu sem felst í lögunum. Aðalnámskrá er ætluð stjórnendum, skóla, kennurum og öðru starfsfólki í skólakerfinu. Einnig veitir hún nemendum, foreldrum þeirra, opinberum stofnunum, félagasamtökum, aðilum atvinnulífsins og almenningi upplýsingar um tilgang og starfsemi skóla.
Aðalnámskrá framhaldsskóla
Framhaldsskólar skipuleggja nýjar námsbrautarlýsingar sem eru staðfestar af ráðuneyti og verða þar með hluti af aðalnámskrá framhaldsskóla.
Reglugerð um samræmd könnunarpróf
Reglugerðin tekur til samræmdra könnunarprófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk og samræmdra könnunarprófa í íslensku, stærðfræði og ensku að vori í 9. bekk. Með samræmdum könnunarprófum er átt við próf sem metur hæfni með sama hætti og við sambærilegar aðstæður í námsgreinum, sbr. 1. gr.