1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Á ferð um samfélagið - Kennsluleiðbeiningar

Á ferð um samfélagið - Kennsluleiðbeiningar

Opna vöru
  • Höfundur
  • Hildur Rudolfsdóttir, Hulda María Magnúsdóttir, Garðar Gíslason
  • Vörunúmer
  • 8625
  • Skólastig
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2016

Kennsluleiðbeiningarnar þessar fylgja kennslubókinni Á ferð um samfélagið eftir Garðar Gíslason.  Þær  eru settar fram sem vefur þar sem hver kafli fær sinn hnapp.  Undir hverjum hnappi eru hugmyndir um hvernig hægt er að útvíkka efnisþætt kaflans og kveikja áhuga nemenda á efninu. Undir hnappnum Til kennara má lesa um kennsluleiðbeininganna  og kennslufræði bókarinnar.  Þar er einnig hægt að nálgast kennsluleiðbeiningarnar allar á pdf formi til útprentunar.

Kennsluleiðbeiningarnar eru settar upp þannig að hver kafli fær sinn hnapp og undir honum er að finna:

  • Markmið kaflans
  • Kveikjur eða hugmyndir sem gætu kveikt áhuga nemenda á efninu.
  • Nánari útfærslu á verkefnum í lok hvers kafla í  bókinni.
  • Viðbótarverkefni sem ýmist er hægt er að prenta út eða vinna beint á tölvuna.
  • Ítarefni og krækjur
  • Gagnvirkt próf úr kaflanum þar sem nemendur geta prófað sig í efni kaflans.
  • Glærukynning úr kaflanum sem kennarar geta notað beint eins og þær eru eða hlaðið þeim niður og breytt og aðlagað að sinni kennslu.

Höfundar kennsluleiðbeininganna eru Hildur Rudolfsdóttir kennsluráðgjafi í upplýsinga- og tæknimennt, Hulda Magnúsdóttir grunnskólakennari og Garðar Gíslason félagsgræðingur.


Tengdar vörur