Á ferð um samfélagið er kennslubók í þjóðfélagsfræði fyrir unglingastig grunnskóla
Bókin fjallar um íslenskt nútímasamfélag í samanburði við annars vegar lífið hér á landi á 19. öld og hins vegar samfélag Yanómamafrumbyggja í regnskógum Amazon. Á ferð um samfélagið skiptist í 11 sjálfstæða kafla og í henni eru fjölmargar myndir og töflur sem skýra efnið enn frekar. Fjölbreytt verkefni eru í lok hvers kafla.
Kaflarnir í bókinni heita:
Hvað er samfélag?
Sinn er siður
Félagsmótun
Menning og samfélag
Fjölskyldan
Gaman saman
Vinna og framleiðsla
Stjórnmál
Trúarbrögð
Viðmið og frávik
Alþjóðasamfélagið og mannréttindi.