1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Að vefa utan vefstóls

Að vefa utan vefstóls

Opna vöru
 • Höfundur
 • Hanna Ósk Helgadóttir
 • Myndefni
 • Hanna Ósk Helgadóttir, Shutterstock og Wikipedia
 • Vörunúmer
 • 40215
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Útgáfuár
 • 2019
 • Lengd
 • 61 bls.

Í verkefnaheftinu eru hugmyndir að verkefnum sem unnin eru fyrir utan hefðbundinn vefstól með endurnýtingu að leiðarljósi. Unnið er með fjölbreyttar vefuppistöður sem fá nýjan tilgang í tilverunni. Verkefnaheftið er hugsað bæði fyrir kennara og nemendur. Fyrir kennarann til að byggja upp vefnað í kennslu sinni og endurnýta efni og fyrir nemandann til að styðjast við.

Markmiðið er að kynna og vekja áhuga nemenda á vefnaði sem er ein af grunnaðferðum textílgreinarinnar. Að sýna fram á að hægt sé að læra grunnatriði í vefnaði án mikillar fyrirhafnar og á skapandi hátt.

Verkefnin henta vel nemendum á miðstigi grunnskólans en hægt er að aðlaga þau að yngri og eldri nemendum. Útfæra má verkefnin á marga vegu.

Höfundur efnis er Hanna Ósk Helgadóttir.


Tengdar vörur