Sagan Arfurinn er skáldsaga, frumsamin með það í huga að nota í kennslu sem byggir á upplestri kennara og samspili kennara og nemenda á meðan lestri sögunnar stendur. Með bókinni fylgja ítarlegar kennsluleiðbeiningar sem fyrst um sinn verða á rafrænu formi.
Námsefnið Lesið upphátt - Arfurinn er þýtt og staðfært úr sænsku og er einkum ætlað nemendum í 5.-7. bekk.
Hér má sjá kynningu á bókunum á rafrænu opnu húsi Menntamálastofnunar þann 19. ágúst 2020.