Um er að ræða kennsluleiðbeiningar með nýrri og endurskoðaðri útgáfu af námsefninu Auðvitað, sem er námsefni í eðlis-, efna- og jarðfræði fyrir miðstig grunnskóla. Hér er birtur sameiginlegur inngangur leiðbeininganna og leiðbeiningar með fyrstu bókinni, Á ferð og flugi. Í innganginum er m.a. fjallað um tengsl efnisins við námskrá, einkum grunnþætti menntunar. Í almenna hlutanum er bent á kennsluhætti og leiðir til að nálgast efnið. Birtar eru lausnir allra verkefna sem nemendur eiga að leysa og ábendingar um framkvæmd tilrauna.