1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. CO₂ – Framtíðin í okkar höndum (rafbók)

CO₂ – Framtíðin í okkar höndum (rafbók)

Opna vöru

CO ₂  – Þemahefti. Þær miklu breytingar á hitastigi sem hafa orðið undanfarna áratugi á jörðinni eru flestum kunnar. Hverjar eru orsakir þessara breytinga?  Á maðurinn einn sök? Hvað getum við gert? Þemaheftið CO ₂  fjallar frá ýmsum sjónarhornum um loftslagsbreytingarnar á jörðinni og er reynt að varpa ljósi á flókin ferli sem eiga sér stað í náttúrunni.  Leitast er við að svara áleitnum spurningum en jafnframt að vekja áhuga nemenda á nýjum viðfangsefnum og opna möguleika á áframhaldandi þekkingarleit í tengslum við umhverfismál.  Þemaheftið CO ₂  er hluti námsefnis um loftslagsbreytingar sem efnt var til í samvinnu Menntamálastofnunar og umhverfisráðuneytisins.


Tengdar vörur