1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Dægurspor - rafbók

Dægurspor - rafbók

Opna vöru
  • Höfundur
  • Pétur Hafþór Jónsson.
  • Myndefni
  • Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Getty Images, Bridgeman, höfundur o.fl.
  • Vörunúmer
  • 40139
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2017
  • Lengd
  • 88

Í þessari bók eru rakin spor dægurtónlistar allt frá bænda- og hirðdönsum miðalda til stórsveita eftirstríðsára og danshljómsveita 6. áratugar. Komið er við í Vínarborg þar sem valsinn dunaði snemma á 19. öld og fór eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim. Þá er fjallað um polka, óperettur, lúðrasveitir, ragtime, djass, tangó, revíur, söngflokka, stríðsáratónlist og íslensk sjómanna- og síldarlög.

Dægurspor skoða einnig tíðaranda, hin margvíslegu litbrigði mannlífsins. Nefna má rómantíkina, fallega tímabilið, vesturferðir, suðupott ólíkra þjóðabrota í New Orleans, jarðveg þann sem tangóinn spratt úr en einnig það samfélag á Íslandi sem gat af sér M.A. kvartettinn, Litlu fluguna, Ingibjörgu Þorbergs, Jónas og Jón Múla, Eyjalögin, Hauk, Ellý, Ragnar og KK-sextettinn.

Dægursporum fylgir öflugt kennaraefni á vef Menntamálastofnunar. Einnig hlustunarefni á læstu svæði kennara og verkefni á vef.


Tengdar vörur