1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Eðlisfræði 1 - Litróf náttúrunnar

Eðlisfræði 1 - Litróf náttúrunnar

  • Höfundur
  • Lennart Undvall og Anders Karlsson
  • Myndefni
  • Ýmsir
  • Þýðing
  • Hálfdan Ómar Hálfdanarson
  • Vörunúmer
  • 7076
  • Skólastig
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2014
  • Lengd
  • 135 bls.

Bókin er í flokki kennslubóka í náttúrufræði sem kallast Litróf Náttúrunnar. Efnið er ætlað efstu bekkjum grunnskólans. 

Bókin skiptist í fjóra meginkafla sem hver um sig skiptist í nokkra undirkafla. 

Í upphafi er fjallað um rafmagn, eðli þess og eiginleika. Þá kemur kafli um hljóð þar sem m.a. er lögð áhersla á hljóðið í umhverfi fólks. Því næst kemur kafli um varma og veður og lítillega er fjallað um massa og að lokum er kafli um eðli ljóssins og einkenni þar sem m.a. er fjallað um þróun ljósleiðaratækni, geislun og fleira. 

Hver kafli hefst á opnu með stuttum inngangi og myndum, markmiðum kaflans og nánara efnisyfirliti. Í sérstökum rammaklausum er ítarefni og í lok hvers kafla eru sjálfspróf. Í hverjum meginkafla eru einnig síður eða opnur sem kallast Í brennidepli og fjalla um ýmis viðfangsefni samtímans sem tengjast efninu. 

Við val á þessu efni voru áherslur og markmið aðalnámskrár grunnskóla höfð að leiðarljósi, m.a. um grunnþætti menntunar. Efnið getur hentað vel til að efla vísindalæsi meðal nemenda og leggur áherslu á að þekking á eðlisfræði skiptir máli varðandi þróun samfélagsins, til dæmis hvað varðar orku og orkuöflun, fjarskiptatækni og tækni í vísindum jafnt sem listum. 

Lausnir og próf  eru á læstu svæði kennara. 


Tengdar vörur