Eðlisfræði 2 er í flokki kennslubóka í náttúrufræði sem kallast Litróf Náttúrunnar. Efnið er ætlað efstu bekkjum grunnskóla.
Bókin skiptist í fjóra meginkafla sem hver um sig skiptast í nokkra undirkafla. Þeir eru Kraftur og hreyfing, Þrýstingur, Rafmagn og segulmagn og loks Orka og afl. Hver meginkafli skiptist í nokkra undirkafla. Í upphafi hvers kafla er stuttur inngangur, ásamt markmiðum kaflans og yfirliti. Ítarefni af ýmsum toga er í sérstökum rammaklausum. Í lok hvers undirkafla eru sjálfspróf.
Við val á þessu efni voru áherslur og markmið aðalnámskrár grunnskóla höfð að leiðarljósi, meðal annars um grunnþætti menntunar. Efnið hentar vel til að efla vísindalæsi og leggur áherslu á að þekking á eðlisfræði skiptir máli varðandi þróun samfélagsins. Bókinni fylgir hljóðbók, en lausnir og próf eru á læstu svæði kennara.