Eitt líf er námsefni í lífsleikni með forvarnargildi gegn áhættuhegðun. Í efninu er farið yfir ýmsa verndandi þætti með fræðslu, umræðum og verkefnum. Efnið samanstendur af dagbók, hlaðvörpum og kennsluleiðbeiningum og er samvinnuverkefni á milli Menntamálastofnunar, RÚV og Minningarsjóðs Einars Darra (Eitt líf).
Hlaðvörpin eru tíu talsins og í þeim ræða grunnskólanemendurnir Bjartur Einarsson og Helga Lilja Maack við sérfræðinga um geðheilbrigði, sjálfsmynd, svefn, heilbrigð bjargráð til að takast á við kvíða og reiði, að setja heilbrigð mörk, seiglu og fleira. QR kóðar í dagbókinni vísa á hlaðvarpsþættina.
Kaflar dagbókarinnar eru 10 til samræmis við hlaðvörpin og er umfjöllunarefnið:
- Staðalmyndir, sjálfsmynd og umhverfi
- Tilfinningar og bjargráð
- Gagnrýnin hugsun, ákvarðanataka og venjur
- Mörk – Taktu pláss
- Heilsa, svefn, skjánotkun, hreyfing, næring og félagar
- Líkamsvitund/líkamsmynd
- Geðrækt, núvitund og hugarró
- Hjálp, hvert get ég leitað? Hvaða aðstoð er í boði?
- Farsæld barna
- Markmiðasetning, seigla, árangur og draumalífið