1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Fjallkonan

Fjallkonan

  • Höfundur
  • Ljósop í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnunar Íslands
  • Myndefni
  • Sunna Sigurðardóttir
  • Vörunúmer
  • 45154
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2013
  • Lengd
  • 19 mín.

Sumarið 2004 voru vélstjórarnir Ágúst Borgþórsson og Unnar Sveinlaugsson frá Seyðisfirði á ferð um Vestdalsheiði.  Þá fundu þeir nælur í urð við læk ekki langt frá Vestdalsvatni. Í framhaldi af því var staðurinn rannsakaður og fundust þá líkamsleifar konu sem taldar eru vera frá tíundu öld. Hjá henni mátti finna 600 perlur og fimm stóra og heillega skartgripi. Í myndinni er fjallað um þennan merka fund og rannsóknir fornleifafræðinga á svæðinu. Hildur Gestsdóttir og Guðný Zoëga skoða beinin og segja frá gripunum sem fundust.

Fundurinn reyndist einstakur. Aldrei áður hafa leifar svo skartklæddrar konu frá víkingaöld fundist á víðavangi. Hver var þessi kona? Hvert var hún að fara og af hverju var hún ein á ferð á fjöllum? Reynt er að svara þessum spurningum í myndinni. Þá er fundurinn settur í samhengi við sambærilegan fund í Noregi. 

Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að IP – tölur skóla séu skráðar hjá stofnuninni.



Your ip address doesn't seem to be registered.

If you believe that is in error, please, call us at 514-7500 or use the "Was the material on this page useful?" form below to inform us about it (and be sure to leave your contact info).



Tengdar vörur