Bókinni er skipt í þrjá kafla. Fyrsti kaflinn er um hlaup, næst um stökk og þriðji kaflinni um köst. Kennslutillögur miðast að mestu leyti við kennslu í íþróttasal en æfingarnar má einnig gera utanhúss ef vel viðrar. Í bókinni má finna æfingar fyrir nemendum á mismunandi aldri. Þessi bók er hluti af kennsluefni, alls sex handbækur, sem ætlað er til notkunar við íþróttakennslu á öllum stigum grunnskólans. Kennsluefnið kemur til móts við breyttar áherslur í íþróttakennslu og markmið aðalmámskrár grunnskóla í íþróttum, líkams- og heilsurækt.