1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Halló heimur 4 - nemendabók - rafbók

Halló heimur 4 - nemendabók - rafbók

Opna vöru
  • Höfundur
  • Jónella Sigurjónsdóttir og Unnur María Sólmundsdóttir
  • Myndefni
  • Iðunn Arna
  • Vörunúmer
  • 40736
  • Skólastig
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2025
  • Lengd
  • 130 bls.

Halló heimur 4 er kjarnaefni í samfélags- og náttúrugreinum fyrir yngsta stig grunnskóla. Efnið er í vinnslu og hefur tekið lengri tíma en áætlað var en nú eru fyrstu 5 kaflar nemendabókarinnar aðgengilegir hér á vefnum. Hinir 4 kaflarnir bætast við á árinu. Kennsluleiðbeiningar og verkefnabók eru einnig í vinnslu en fyrstu fimm kaflarnir eru væntanlegir á netið fljótlega.

Bókin skiptist í 9 kafla:

  • Náttúrugreinar: Myndun og mótun lands, Rafmagn og seglar, Alls kyns þroski, Undir yfirborðinu.
  • Samfélagsgreinar: Fjármál og netöryggi, Forn trúarbrögð, Heimsálfur, Umhyggja og öryggi, Íslenskir þjóðhættir.

Í upphafi hvers kafla eru sett fram markmið og áhugaverð opnumynd sem veitir innsýn í efnið og býður upp á fjölbreytta nálgun. Bókin er ríkulega myndskreytt með teikningum og ljósmyndum sem styðja textann. Á hverri opnu eru þrjú ný orð kynnt sem henta til orðaforðavinnu og aftast í bókinni má finna einfaldar skýringar á þeim. Hver kafli endar með hugmyndum að umræðum og verkefnum.

Kennsluleiðbeiningar innihalda tengingu við hæfniviðmið og lykilhæfni aðalnámskrár, grunnþætti og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Einnig fróðleik um efni hvers kafla, áhugaverða tengla, umræðupunkta og útfærslur á fjölmörgum verkefnum sem tengjast öðrum námsgreinum eins og íslensku (hlustun, ritun), stærðfræði og útikennslu.


Tengdar vörur