1. útgáfa af handbókinni 2014 var unnin í samvinnu Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Herdísar Storgaard og Þorláks Helga Þorlákssonar með stoð í lögum um leikskóla nr. 90/2008 og reglugerð um starfsumhverfi leikskóla nr. 655/2009.
Mennta - og barnamálaráðuneytið hefur falið Miðstöð menntunar og skólaþjónustu umsjón, vistun og uppfærslu á rafrænum handbókum um öryggi og velferð barna í leik- og grunnskólum
handbókanna fyrir leikskóla.
Handbókinni er ætlað að vera rammi um sameiginlega vinnu allra í skólasamfélaginu að velferð
nemenda og byggir á efni sem Herdís Storgaard og Þorlákur Helgason unnu fyrir mennta- og
menningarmálaráðuneytið árið 2014. Aðrir haghafar sem komið að endurskoðun og uppfærslu
2024 eru Samgöngustofa, Samband íslenskra sveitarfélaga og Landlæknisembættið.
Handbókin er ætluð sveitarstjórnum, rekstraraðilum, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem starfa í leikskólum til stuðnings við gerð öryggishandbókar, öryggisáætlana og viðbragðsáætlana fyrir leikskóla. Handbókina má nýta í heild sinni eða nýta þá þætti sem henta hverju sinni. Mikilvægt er að í öryggishandbók fyrir starfsfólk leikskóla sé tæpt á öllum þeim þáttum sem koma fram í handbók þessari.
Handbókinni er skipt í 11 meginkafla en hverjum meginkafla er síðan skipt í undirkafla til að
auðvelda leit að sértækum þáttum. Meginkaflar handbókarinnar eru:
Öryggishandbók leikskóla – inngangur
Velferð barna og ungmenna
Netöryggi
Slysavarnir og líkamlegt öryggi
Öryggi í námsumhverfi
Eftirlit
Öryggi í ferðum á vegum leikskóla
Slys
Almannavarnir og eldvarnir
Viðaukar
Lög, reglugerðir og námskrár sem gilda um leikskóla
Uppsetningu handbókarinnar er ætlað að auðvelda notendum að finna upplýsingar um hina
mismunandi þætti sem taka á velferð og öryggi leikskólabarna. Markmiðið með handbókinni
er að setja fram á aðgengilegan hátt upplýsingar um þá þætti sem huga þarf að í daglegum
rekstri og starfi leikskóla.
Handbókin er fyrst og fremst ætluð sem uppflettirit til að auðvelda
notendum að fylgja eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um
leikskólann og umhverfi hans