1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

Opna vöru
 • Höfundur
 • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
 • Vörunúmer
 • 40345
 • Skólastig
 • Leikskóli
 • Útgáfuár
 • 2014/2018/2021
 • Lengd
 • 60 bls.

Menntamálastofnun hefur tekið við vistun, uppfærslu og umsjón með rafrænum handbókum um öryggi og velferð barna í leik- og grunnskólum

Handbókin er unnin í samvinnu mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Herdísar Storgaard og Þorláks Helga Þorlákssonar með stoð í lögum um leikskóla nr. 90/2008 og reglugerð um starfsumhverfi leikskóla nr. 655/2009.


Handbókin er ætluð sveitarstjórnum, rekstraraðilum, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem starfa í leikskólum til stuðnings við gerð öryggishandbókar, öryggisáætlana og viðbragðsáætlana fyrir leikskóla. Handbókina má nýta í heild sinni eða nýta þá þætti sem henta hverju sinni. Mikilvægt er að í öryggishandbók fyrir starfsfólk leikskóla sé tæpt á öllum þeim þáttum sem koma fram í handbók þessari.

Handbókinni er skipt í 10 meginkafla, hverjum meginkafla er síðan skipt í undirkafla til að auðvelda leit að sértækum þáttum. Meginkaflar handbókarinnar eru:
1. Lög, reglugerðir og námskrár sem gilda um leikskóla
2. Velferð barna, skólabragur einelti og önnur óæskileg hegðun
3. Netöryggi
4. Forvarnir og fræðsla
5. Öryggi í námsumhverfinu
6. Öryggi í ferðum á vegum leikskóla
7. Eftirlit
8. Slys
9. Almannavarnir og eldvarnir
10. Viðaukar

Handbókinni er ætlað að vera leiðarvísir fyrir þá aðila í skólasamfélaginu sem vinna að velferð nemenda og byggir á efni sem Herdís Storgaard og Þorlákur Helgason unnu fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. 


Tengdar vörur