1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

Opna vöru

Menntamálastofnun hefur tekið við vistun, uppfærslu og umsjón með rafrænum handbókum um öryggi og velferð barna í leik- og grunnskólum

Handbókin er unnin í samvinnu mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga með hliðsjón af reglugerð um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða nr. 657/2009.


Handbókin er ætluð sveitarstjórnum, rekstraraðilum, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem starfa í grunnskólum til stuðnings við gerð öryggishandbókar, öryggisáætlana og viðbragðsáætlana fyrir grunnskóla. Handbókina má nýta í heild sinni eða nýta þá þætti sem henta hverju sinni. Mikilvægt er að í öryggishandbók fyrir starfsfólk grunnskóla sé tæpt á öllum þeim þáttum sem koma fram í handbók þessari. Handbókin tekur ekki til sértækra öryggismála vegna barna með bráðaofnæmi, líkamlega eða andlega sjúkdóma, eða fötlun þar sem fyrir hvert slíkt barn gæti þurft að gera sértækar ráðstafanir.
Handbókin er fyrst og fremst ætluð sem uppflettirit til að auðvelda notendum að fylgja eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um grunnskólann og umhverfi hans.

Handbókinni er skipt í 10 meginkafla en hverjum meginkafla síðan skipt í undirkafla til að auðvelda leit að sértækum þáttum. Meginkaflar handbókarinnar eru:
• Lög, reglugerðir og námskrár sem gilda um grunnskóla
• Velferð barna og ungmenna
• Netöryggi
• Forvarnir og fræðsla
• Öryggi í námsumhverfinu
• Öryggi í ferðum á vegum grunnskóla
• Eftirlit
• Slys
• Almannavarnir og eldvarnir
• Viðaukar 


Tengdar vörur