1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Heil og sæl

Heil og sæl

  • Höfundur
  • Hafdís Helgadóttir og Helgi Grímsson
  • Myndefni
  • Ýmsir myndabankar
  • Vörunúmer
  • 7430
  • Skólastig
  • Framhaldsskóli
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2013
  • Lengd
  • 24 bls.

Þemaheftið „Heil og sæl“ fjallar um heilbrigði og heilbrigða lífshætti. Heftið er einkum ætlað nemendum á unglingastigi en nýtist einnig framhaldsskólum. Heftinu er ætlað að hvetja unglinga til þess að vera meðvitaða um gildi heilbrigðra lífshátta og hvernig þeir, með eigin ákvörðunum, hafa afgerandi áhrif á eigið líf. Þá er ætlunin að stuðla að því að nemendur sjái hvernig grunnþættir menntunar mynda heild og eru vegvísar um líf og starf í nútíma samfélagi. Þó svo að heilbrigði sé í forgrunni þá tengist efnið öllum grunnþáttum menntunar og námsgreinum á borð við lífsleikni, heimilisfræði, náttúrufræði og íþróttir.

Við gerð heftisins var leitast við að tengja umfjöllun við fyrri þekkingu nemenda á heilbrigðum lífsháttum, s.s. hollu mataræði, líkamsstarfsemi og gildi hreyfingar. 

Þá var reynt að tengja umfjöllunina öðru efni sem  gefið hefur verið út á vegum Menntamálastofnunar og Embætti landlæknis (áður Lýðheilsustöð). Gengið er út frá því að efnið nægi í þemakennslu í 10–20 kennslustundir með fjölbreyttri verkefnavinnu. Gert er ráð fyrir að nemendur afli sér frekari þekkingar við úrlausn einstakra verkefna. Skipulag kennara og verkefnaval mun ráða mestu um hvernig til tekst í þemavinnunni.


Tengdar vörur