Stöngin inn er fyrsta bókin í flokki lestrarhefta sem ber nafnið Heimur í hendi. Texti bókarinnar tekur mið af áhugamálum og hugðarefnum nemenda á mið-og unglingastigi. Stöngin inn fjallar um knattspyrnu, farið er stuttlega í sögu íþróttagreinarinnar, fjallað um knattspyrnufólk sem hefur skarað fram úr og ýmsa þætti sem tengjast knattspyrnu. Aftast í heftinu eru orðskýringar og fjölbreytt verkefni sem tengjast efni bókarinnar.