Kennsluefninu Hönnun Könnun er ætlað að þjálfa nemendur í greinandi hugsun samhliða því að vinna á skapandi hátt.
Um er að ræða 17 verkefni sem þjálfa nemendur m.a. í mynd- og táknlæsi, færni í greinandi, gagnrýninni og skapandi hugsun og fjölbreyttum leiðum við hugmyndavinnu, skissugerð og hönnunarvinnu.
Lögð er áhersla á tengingu grafískrar hönnunar við grunnþættina sex og æfingar hugsaðar og flokkaðar út frá þeim og ýmsum snertiflötum þeirra við grafíska hönnun.
Kennsluefnið er ætlað kennurum í grafískri hönnun og myndmennt á unglingastigi grunnskóla.
Höfundur efnisins er Helga Gerður Magnúsdóttir.