1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Íslam - Að lúta vilja guðs - Fræðslumynd

Íslam - Að lúta vilja guðs - Fræðslumynd

 • Höfundur
 • Framleiðandi: Kvikmyndagerðin Terra
 • Vörunúmer
 • 45039
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Útgáfuár
 • 2003
 • Lengd
 • 20 mín.

Yousef Ingi, sem á heima í Breiðholtinu, fastar í Ramadan mánuði ásamt foreldrum sínum og trúarsystkinum í félagi múslima á Íslandi. Í lok föstunnar er haldin hátíð er nefnist Id´al Fitr. Við fylgjumst með undibúningi hennar og hátíðarhöldunum sjálfum. Inn í þessa frásögn er fléttað umfjöllun um Múhameð og upphaf islams, Kóraninn, útbreiðslu trúarinnar um heiminn og áhrif hennar á líf Vesturlandabúa. Helstu kenningar trúarinnar eru útskýrðar og fjallað um fimm stoðir islams sem eru Túarjátningin, bænin, ölmusan, fastan og pílagrímsferð til Mekku. Myndin er einkum ætluð miðstig grunnskólans. Hún er ítarfefni með bókinni Íslam - að lúta vilja Guðs. Stuttar leiðbeiningar til kennarans fylgja myndinni. Islam er fysta myndin í flokki um trúarbrögð mannkyns.

Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá stofnuninni.Your ip address doesn't seem to be registered.

If you believe that is in error, please, call us at 514-7500 or use the "Was the material on this page useful?" form below to inform us about it (and be sure to leave your contact info).Tengdar vörur