1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Íslensk landspendýr

Íslensk landspendýr

Opna vöru
 • Höfundur
 • Sigrún Bjarnadóttir
 • Myndefni
 • Jóhann Óli Hilmarsson og Jón Baldur Hlíðberg
 • Vörunúmer
 • 9312
 • Skólastig
 • Leikskóli
 • Miðstig
 • Yngsta stig
 • Útgáfuár
 • 2006

Á þessum vef er umfjöllun um ref, mink, kanínu, húsamús, hagamús, hreindýr, brúnrottu og svartrottu. Framsetning efnisins er hliðstæð og á vefnum Íslensk húsdýr. Á vefnum er að finna margvíslegan fróðleik um íslensk landspendýr. Þar má nefna almenna lýsingu á dýrinu, hvers konar fæðu það neytir, heiti líkamshluta, nöfn kvendýra, karldýra og afkvæma. Einnig er að finna orð og orðatiltæki er tengjast dýrinu, vísur og sögur þar sem dýrið kemur við sögu. Fjöldi ljósmynda og skýringarteikninga er á vefnum.