Námsefnið Íslenska staf fyrir staf samanstendur af tveimur bókum: A og B. Það er ætlað nemendum á forstigi í íslensku sem öðru tungumáli. Markmiðið með útgáfu bókanna er að koma til móts við nemendur sem þurfa að læra latneska letrið frá grunni eða öðlast meiri færni í því, samhliða því að læra íslensku. Námsefnið skiptist í verkefnabók og vefefni auk kennsluleiðbeininga.