Kennsluleiðbeiningarnar eru með skriftarbókunum Ítalíuskrift 1A, 1B, 2A og 2B. Æskilegt er að kennari kynni sér vel undirstöðu Ítalíuskriftarinnar áður en farið er að kenna, þar sem Ítalíuskriftin er kennd með nýjum áherslum. Ekkert barn á að þurfa að heltast úr lestinni og því er mikilvægt að kennarar og foreldrar fylgist vel með handastjórn og fínhreyfingum barnanna og auki við grunnæfingar eftir því sem þörf þykir.