Í bókinni Komdu og skoðaðu eldhúsið sem einkum er ætluð nemendum í 3.–4. bekk er lögð áhersla á viðfangsefni sem tengjast hráefnum og áhöldum í eldhúsi. Gerð er grein fyrir áhrifum hitunar, kælingar og blöndunar algengra efna og eiginleikar þeirra skoðaðir. Skoðaður er húsakostur og tækni sem nýtt er í nútíma eldhúsum og gerð grein fyrir breytingum frá fyrri tímum. Kennsluefnið Komdu og skoðaðu eldhúsið samanstendur af nemendabók og fjölbreyttu námsefni á vef með kennsluleiðbeiningum, leikjahugmyndum, verkefnum, sögum og fleiru. Við gerð efnisins var tekið mið af áherslum námskrár í náttúrufræði og samfélagsgreinum.