1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Kortavefsjá af Íslandi

Kortavefsjá af Íslandi

Opna vöru
 • Höfundur
 • Guðrún Jóna Óskarsdóttir og Tryggvi Jakobsson
 • Myndefni
 • Mats Wibe Lund, Landmælingar Íslands og Gagarín
 • Vörunúmer
 • 9905
 • Skólastig
 • Framhaldsskóli
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2007, 2014

Kortavefsjáin er endurgerð á fyrri vefsjá sem kom út árið 2007. Upprunalega texta átti Guðrún Óskarsdóttir. Á nýrri Kortavefsjá má finna upplýsingar um ár, eyjar, fjöll, fossa, jökla, vötn, þéttbýli og friðlýst svæði.

Í endurskoðaðri útgáfu hefur verið bætt við um 150 stöðum og hefur Tryggvi Jakobsson séð um endurskoðun texta. Hægt er að velja stað eftir flokkum og fá upp mynd og fróðleik um staðinn. Kortið er fengið frá Google sem býður upp á að skoða það í tveimur útgáfum, staðháttakort og gervihnattakort.

Einnig er hægt að skoða staði í götumynd sem google hefur myndað á Íslandi. Vefinn er núna hægt að nota í öllum spjaldtölvum.


Tengdar vörur