1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Leiðir kennara til að efla menntun á sviði borgaravitundar og mannréttinda ... – Rafbók

Leiðir kennara til að efla menntun á sviði borgaravitundar og mannréttinda ... – Rafbók

Opna vöru
 • Höfundur
 • Peter Brett, Pascale Mompoint-Gaillard og Maria Helena Salema Virgílio Meira Soares, Vedrana Spajic-Vrkaš, Sulev Valdmaa og Ulrike Wolff-Jontofsohn
 • Myndefni
 • Hönnun: Ogham/Mourreau
 • Þýðing
 • Helga Jónsdóttir og Þórgunnur Skúladóttir
 • Vörunúmer
 • 40604
 • Skólastig
 • Framhaldsskóli
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2014

Þetta rit er gefið út í tengslum við áfanga í MLB/MRM-áætlun Evrópuráðsins, Learning and livingdemocracy for all (2006–09), og er ætlað að koma til móts við það lykilmarkmið að efla „möguleika á þjálfun og starfsþróun kennara í aðildarríkjunum, bæði hvað varðar menntun og samstarf við borgaraleg samtök, einkum innan sveitarfélaga og á vettvangi frjálsra félagasamtaka“.

Það hlutverk kennara að styðja lýðræðisleg gildi með virkri kennslu sem kallar á þátttöku nemenda er almennt viðurkennt. Með tilkomu nýrra félagslegra strauma, vaxandi samvirkni og breytinga í nærsamfélögum og á heimsvísu er það mjög undir kennurum komið og þeim sem mennta þá hvernig til tekst með menntun til lýðræðislegrar borgaravitundar (MLB) og mannréttindamenntun (MRM).

Í þessu riti eru kynntir þeir lykilhæfniþættir sem kennarar þurfa að búa yfir til að geta útfært slíkt nám í bekkjarkennslu; í skólanum öllum og í samfélaginu utan hans. Bókin er ætluð kennurum á öllum sviðum náms og kennslu (ekki einungis sérfræðingum á þessu sviði, heldur kennurum í öllum námsgreinum); og þeim sem kenna kennaranemum í æðri menntastofnunum eða á öðrum vettvangi, bæði í almennri kennaramenntun og endurmenntun.

Kynntir eru 15 hæfniþættir sem skipt er í fjóra framvinduflokka tengda spurningum og vandamálum sem kennarar og æfingakennarar hljóta að rekast á við innleiðingu MLB/MRM:
• þekking og skilningur á MLB/MRM;
• nám og kennsla í þágu MLB/MRM í skólastofunni og skólanum (undirbúningur, bekkjarstjórnun, kennsla og mat);
• nám og kennsla í þágu MLB/MRM sem byggist á samvinnu og samfélagslegri þátttöku (MLB/MRM í verki);
• innleiðing og mat á þátttökuaðferðum á sviði MLB/MRM.

Hver flokkur hæfniþátta er tekinn fyrir í einum kafla í bókinni þar sem þeim er nákvæmlega lýst og tekin eru dæmi um þá. Hverjum hæfniþætti fylgir síðan framvindutafla: þessar töflur eiga að gagnast kennurum og þeim sem kenna kennaraefnum við að finna út hvernig þeir standa að vígi faglega á þessu sviði og hvað þeir þurfa einkum að bæta í starfsháttum sínum.

Aðrir hlutaðeigandi aðilar finna hér einnig efni sem tengist framkvæmd og innleiðingu MLB/MRM: stefnumótendur,skólastjórnendur og æðri menntastofnanir.

Ef rafbókinni er hlaðið niður þá birtist hún sem venjulegt pdf-skjal.

ISBN: 978-9979-0-1893-9


Tengdar vörur