Á þessari vefsíðu má finna myndir úr lestrarbókinni Lestrarlandið til að varpa á vegg og nota sem grunn til að ræða saman. Velja má um hvort myndirnar eru sýndar með eða án texta. Einnig eru krækjur þar sem heyra má sögurnar lesnar. Auk þess má nálgast textann í sögubókinni og skoða hann á skjá ef óskað er.
Lestrarlandið – leiðrétting
Á bls. 45 í Lestrarlandinu - Sögubók er notað orðið æður sem samkvæmt Íslenskri orðabók (útg. 2002) er kvenkyns og merkir æðarfugl eða æðarkolla. Þar hefði átt að standa bliki eða æðarbliki. Þetta hefur verið lagfært í pdf-skjali á þessum vef og það verður einnig gert í næstu prentun bókarinnar. Kennarar eru beðnir að leiðrétta þetta við nemendur þegar sagan er lesin.