1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Lifað í lýðræði – Rafbók

Lifað í lýðræði – Rafbók

Opna vöru
  • Höfundur
  • Rolf Gollob, Ted Huddleston, Peter Krapf, Son Rowe og Wim Taleman
  • Myndefni
  • Peti Wiskemann
  • Þýðing
  • Helga Jónsdóttir og Þórgunnur Skúladóttir
  • Vörunúmer
  • 40601
  • Skólastig
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2014

Í ritinu Lifað í lýðræði - MLB/MRM kennsluáætlanir fyrir efri bekki grunnskóla eru níu kaflar þar sem fjallað er um:

 Menntun til lýðræðislegrar borgaravitundar (skammst. MLB) og mannréttindamenntun (skammst. MRM). 

Kaflarnir eru ætlaðir nemendum í efri bekkjum grunnskóla og tekur hver þeirra til fjögurra kennslustunda. Hver kafli fjallar um lykilhugtak á sviði MLB eða MRM: sjálfsmynd– frelsi – ábyrgð – ágreining – samskipti – fjölhyggju – lög og reglur – jafnrétti – stjórnarfar.

Sett er fram tillaga um fyrirkomulag hverrar kennslustundar og kennsluferlinu lýst eins ítarlega og unnt er. Dreifiblöð fyrir nemendur fylgja hverjum kafla, þannig að kennarinn fær eins mikinn stuðning og unnt er í handbók af þessu tagi. Þessi bók er því fyrir kennara en ekki nemendur. Reynslan er sú að kennaranemum og byrjendum í kennslustarfinu finnst gott að fá nákvæmar kennsluleiðbeiningar, en kennarar með starfsreynslu kunna ef til vill einnig að finna nýjar hugmyndir og efni sem kemur þeim að gagni í bókinni. Æfingakennarar geta stuðst við þetta rit við þjálfun kennaranema í MLB eða MRM.

Ef flettibókinni er hlaðið niður þá birtist hún sem venjulegt pdf-skjal.

 


Tengdar vörur