Þessar kennsluleiðbeiningar fylgja bókinni Lífríkið í sjó. Bókinni er skipt í þrjá meginkafla þar sem fjallað er um sjóinn og ólíkar aðstæður í honum, ströndina og loks landgrunnið og úthöfin. Meginviðfangsefnið er þó að skoða fjölbreytt lífríki og aðlaganir í þessu margbreytta umhverfi. Í kennsluleiðbeiningunum er lögð áhersla á tilraunir og beinar athuganir í náttúrunni. Lagt er til að farið sé í fjöruferð. Einnig eru leiðbeiningar um gerð sjóbúrs sem ætti að styðja við kennsluna.