Smábókaflokknum er skipt í fimm þyngdarstig og er bókin Mörkin horfin í 5. flokki.
Jólafríið er búið og krakkarnir komnir aftur í skólann. En það hefur eitthvað breyst á skólalóðinni. Lestu um hvað hafði breyst og hvað krakkarnir gera.
Smábækur Menntamálastofnunar eru einkum ætlaðar börnum á yngsta stigi grunnskólans sem eru að læra að lesa. Reynt er að höfða til ólíkra áhugasviða barnanna með innihaldsríkum texta og ríkulegum myndskreytingum þrátt fyrir einfalda framsetningu.