Námsefni fyrir skólasöfn, ætlað yngstu nemendum grunnskólans.
Námsefnið skiptist í sögu sem hægt er að lesa/prenta af vef Menntamálastofnunnar og þessari verkefnabók. Gert er ráð fyrir að kennari lesi söguna um ævintýri Hjörleifs sem var einu sinni hagamús og Eddu skólasafnskennara. Nemendur vinna verkefni sem tengjast sögunni í þessa verkefnabók.