Aðalnámskrá grunnskóla kom út 2011 og með greinasviðum 2013. Í aðalnámskrá eru skilgreindir hæfniþættir á hverju námssviði og innan hverrar námsgreinar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga nemendur að fá tækifæri til að uppfylla hæfniviðmið einstakra námsgreina og námssviða með mismunandi hætti. Hér á þessari síðu er að finna upplýsingar sem eiga að vera stuðningur fyrir kennara og skólastjórnendur við það hvernig á að vinna með nokkra lykilþætti námskrár eins og hæfniviðmið, matsviðmið, hæfnieinkunn og lykilhæfni.