1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Orð eru ævintýri - 42 stór myndaspjöld

Orð eru ævintýri - 42 stór myndaspjöld

  • Höfundur
  • Ýmsir
  • Myndefni
  • Blær Guðmundsdóttir, Böðvar Leós, Elín Elísabet Einarsdóttir, Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson
  • Vörunúmer
  • 7232
  • Skólastig
  • Leikskóli
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2024

Myndaspjölds em bjóða upp á endalausa möguleika til að vinna og leika með tungumálið. Um er að ræða opnumyndir úr myndabókinni Orð eru ævintýri. Til að auðvelda betur notkun þeirra er hver og ein opna á stórum spjöldum (A3) án orða/mynda sem eru á spássíum bókarinnar. Það getur reynst vel að hafa orðin ekki alltaf fyrir augunum þegar æfa á orðaforða og reyna þannig á minnið og ímyndunaraflið.

Spjöldin eru hentug í vinnu með nemendum sem læra íslensku sem annað tungumál og í starfi með leikskólabörnum. Einnig geta þau nýst eldri nemendum s.s. þeim sem þurfa á málörvun að halda.
Spjöldin bjóða upp á ótal leiðir til að vinna og leika með tungumálið. Kennsluhugmyndir fylgja efninu ksem og hugmyndabankar sem nýta má með spjöldunum og þar eru leiðbeiningar um hverja opnumynd fyrir sig sem og örsögur sem nýta má sem kveikju að frekari vinnu með opnumyndina/spjöldin.


Tengdar vörur