Leiðbeiningar um röðun
Hámark 5 stk. á skóla.
Mynda- og orðaspjöldin eru hluti af námsefninu Orð eru ævintýri og bjóða upp á ótal leiðir til
að vinna og leika með tungumálið. Spjöldunum er skipt upp í níu þemu úr köflum bókarinnar. Þau eru:
LÍKAMINN – 80 myndir og 40 orð
FÖT (Föt | Útiföt) – 98 myndir og 49 orð
HEIMILIÐ 1 (Heimilið | Eldhús) – 94 myndir og 47 orð
HEIMILIÐ 2 (Stofa | Herbergi | Forstofa | Baðherbergi) – 110 myndir og 55 orð
Í SKÓLANUM (Í skólanum | Listasmiðja) – 88 myndir og 44 orð
ATHAFNIR (Lærum og leikum | Gerum og græjum) – 104 myndir og 52 orð
ÍÞRÓTTIR OG TÓNLIST (Íþróttir | Tónlist) – 80 myndir og 40 orð
DÝR (Í sveitinni | Erlend dýr) – 80 myndir og 40 orð
FORM, LITIR, TÖLUR – 92 myndir og 46 orð
Að nota myndir, leiki og spil hentar vel í tungumálakennslu og er æskilegt aðvelja þemun í takt við þau efnisatriði sem verið er að þjálfa hverju sinni. Spjöldin eru hentug í vinnu með nemendum sem eru að læra íslensku sem annað tungumál og með leikskólabörnum. Einnig geta þau nýst fleiri hópum.
Kennsluhugmyndir fylgja efninu og flokkast þær undir málörvun, orðaforðaþjálfun, hlutverka- og hreyfileiki, ritunarþjálfun, samtalsleiki, flokkunarleiki og málfræðileiki.