1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Orðbragð 3. þáttur

Orðbragð 3. þáttur

Orðbragð eru sex fræðslu- og skemmtiþættir sem sjónvarpið sýndi árið 2013 um íslenska tungumálið. Fjallað er um tunguna á nýstárlegan hátt, m.a. hvernig ný orð verða til, um dónaleg orð, íslenskar mállýskur, veggjakrot og mannanöfn svo fátt eitt sé nefnt. Umsjónarmenn Orðbragðs eru Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir.

Í þessum þætti er meðal annars spurt hver ákveði hvað sé rétt mál og rangt og rætt við þekktan málsóða og fjallað um krossgátur,tungumál líkamans og einkennilega kvikmyndatitla.