1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Óskasteinn

Óskasteinn

  • Höfundur
  • Ragnheiður Gestsdóttir tók saman
  • Myndefni
  • Anna Cynthia Leplar
  • Vörunúmer
  • 5964
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Útgáfuár
  • 2005
  • Lengd
  • 109 bls.

Bók til að lesa saman og spjalla um. Hún er sjálfstætt framhald af bókinni Sögusteinn.  Bókin skiptist í þrjá aðalkafla sem hver um sig inniheldur fjölbreytt efni, sögur, fræðsluefni, samtalsþætti og vísur.
Kaflarnir heita: Margt býr í myrkrinu. Í kaflanum eru gamlar og nýjar draugasögur en einnig er þar fjallað um ljósið og myrkrið. Táknmynd kaflans er að sjálfsögðu draugur.
Gettu betur. Táknmynd þessa kafla er vasaljósið sem getur lýst okkur leið inn í króka og kima. Í kaflanum er fjallað um ráðgátur og þrautir af ýmsu tagi.
Ef ég gæti óskað mér. Hvers myndir þú óska þér ef þú ættir eina ósk? Hugsaðu þig vel um því óskir eru dýrmætar. Táknmynd kaflans er töfralampinn sem hjálpaði Aladdín að uppfylla sínar óskir.


Tengdar vörur