1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Völusteinn

Völusteinn

  • Höfundur
  • Ragnheiður Gestsdóttir
  • Myndefni
  • Anna Cynthia Leplar
  • Vörunúmer
  • 6100
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Útgáfuár
  • 2007
  • Lengd
  • 87 bls.

Völusteinn er bók til að lesa saman og spjalla um. Hún er sjálfstætt framhald á bókunum Sögusteinn og Ósksteinn sem hafa átt vinsældum að fagna meðal nemenda og kennara. Bókin skiptist í þrjá aðalkafla sem hver um sig inniheldur fjölbreytt efni.

Á framandi slóðum: Hvað eiga Róbinson Krúsó, Vesturfararnir á 19. öldinni og íslenskir útilegumenn sameiginlegt? Allir þurftu þeir að takast á við nýjar og framandi aðstæður. Það er forvitnilegt að setja sig í spor þeirra og ef til vill getum við lært eitthvað af þeim.

Í dulargervi: Það getur verið skemmtilegt að þykjast vera einhver annar en maður er. Stundum er meira að segja nauðsynlegt að bregða sér í dulagervi. Tíminn líður: Væri ekki gaman að eiga tímavél og geta ferðast bæði fram og aftur í tíma? Slík ferðalög eru þó kannski ekki alveg hættulaus eins og Teitur tímaflakkari veit. Kannski er líka hægt að ferðast um tímann án þess að nota tímavél.


Tengdar vörur