Pinligt!

 • Höfundur
 • Harpa Jónsdóttir tók saman.
 • Myndefni
 • Karl Jóhann Jónsson
 • Vörunúmer
 • 6178
 • Skólastig
 • Unglingastig
 • Framhaldsskóli
 • Útgáfuár
 • 2010
 • Lengd
 • 64 bls.

Í bókinni eru brot af tíu dönskum smásögum og bókaköflum úr nýlegum dönskum bókum og einni sem var þýdd úr sænsku. Sú elsta Mig – en pige er gefin út árið 1993, sú nýjasta, Hundrede helt & aldeles firkantede  historier, er frá árinu 2007. Við val á sögunum var mikilvægasta viðmiðið að sögurnar væru vandaðar, að þær væru „alvöru bókmenntir” en ekki tilbúnir kennslubókartextar. Þær þurftu að höfða til unglinga, vera hæfilega langar og ekki of erfiðar aflestrar. Reyndir dönskukennarar og fjöldi nemenda, víðs vegar að af landinu, komu að valinu, lásu sögurnar og gáfu góð ráð og umsagnir.