Verkefnahefti um samlagningu, orðaforða samlagningar og lesskilning. Verkefnin eru byggð á bókinni Safnið mitt en geta þó staðið ein og sér. Þetta er verkefnahefti tvö af tveimur heftum. Heftin eru mjög áþekk en þyngdarstigsmunur er á þeim.
Verkefnin eru fjölbreytt og tengjast öll samlagningu á einhvern hátt. Þau eru sett fram sem bein dæmi, orðadæmi, reiknivélaverkefni, merkja við rétt eða rangt og vinnu með fjölbreyttan orðaforða samlagningar.
Inn í heftið er fléttað inn verkefnum er tengjast íslensku og orðaforða sögunnar Safnið mitt eins og t.d. að raða í stafrófsröð, rím, orðasúpa, ritun, orðskýringum, verkefni um dagatalið og tengja saman orð og tákn.
Verkefnaheftið er eingöngu gefið út sem útprentanlegt efni hér á vef Menntamálastofnunar.