Saman gegn fordómum er sérstaklega hönnuð fyrir kennara og nemendur sem vilja fræðast um fordóma og hatursorðræðu. Hér má finna fjölbreytt fræðsluefni, tengla á frekara efni frá innlenedum og erlendum stofnunum og samtökum og hagnýtar leiðbeiningar sem stuðla að aukinni meðvitund og jákvæðari umræðu sem byggir á virðingu, jafnrétti og mannréttindum. Markmið síðunnar er að veita fræðslu og tæki til að vinna gegn skaðlegum viðhorfum og hvetja nemendur til gagnrýninnar hugsunar. Efnið má nota til upprifjunar fyrir kennslu, sem hluta af kennslu eða til að finna hugmyndir að verkefnum fyrir nemendur.