1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Skali 2A - Kennarabók

Skali 2A - Kennarabók

Opna vöru
  • Höfundur
  • Grete Normann Tofteberg , Janneke Tangen, Ingvill Merete Stedøy-Johansen og Bjørnar Alseth
  • Þýðing
  • Hanna Kristín Stefánsdóttir
  • Vörunúmer
  • 7380
  • Skólastig
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2015
  • Lengd
  • 95 bls.

Með námsefninu Skala leitast höfundar við að skapa nemendum tækifæri til að læra stærðfræði á fjölbreytilegan og uppbyggilegan hátt.

 Námsefnið byggist bæði á samvinnunámi og einstaklingsmiðuðu námi. Höfundar telja að margbreytilegar aðferðir muni hvetja fleiri nemendur til virkrar þátttöku í eigin stærðfræðinámi.

Í Skala er lögð sérstök áhersla á þrjú atriði:

  • Að nemendur fáist við fjölbreytileg og hagnýt verkefni þar sem tækifæri gefst til að rannsaka og skapa.
  • Að nemendur öðlist sameiginlega námsreynslu sem feli jafnframt í sér einstaklingsmiðað nám.
  • Að grundvallarleikni og fagleg framvinda námsins séu höfð að leiðarljósi í samræmi við námskrá

Uppbygging námsefnisins, þar sem skiptast á fjölbreytileg og ólík verkefni annars vegar og æfingar í staðreyndaþekkingu og leikni hins vegar draga vel fram tengslin milli faglegs skilnings, leikni í faginu og notkunar þess. Verkefnin auka skilning nemenda á helstu náms- þáttum, sem kaflarnir fjalla um, og jafnframt upplifa nemendur að þeir geta notað stærðfræðilega þekkingu sína og leikni í daglegu lífi.


Tengdar vörur