1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Sögueyjan 3 – Gagnvirk rafbók

Sögueyjan 3 – Gagnvirk rafbók

Opna vöru
  • Höfundur
  • Leifur Reynisson
  • Upplestur
  • Sólveig Guðmundsdóttir
  • Myndefni
  • Teikningar: Þórey Mjallhvít Heiðar Ómarsdóttir. Ljósmyndir og fræðslumyndir: Kvikmyndasafn Íslands, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og RÚV- safnadeild
  • Vörunúmer
  • 40003
  • Skólastig
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2014
  • Lengd
  • 120 bls./Upplestur: 312 mín.

Sögueyjan 3. hefti 1900–2010 er hér sem gagnvirk rafbók. Bókin er þriðja og síðasta bókin í bókaflokknum Sögueyjan sem spannar Íslandssöguna frá landnámi til okkar tíma.

Þegar rafbókin opnast hafa nemendur möguleika á ýmsu ítarefni sem er ekki í prentuðu útgáfu bókarinnar. Þetta eru orðskýringar, skýringar á ýmsum hugtökum, ljósmyndir, tónlist og stutt myndbrot frá ýmsum viðburðum á tuttugustu öldinni. 

Menntamálastofnun hefur verið að þróa sig áfram í gerð rafbóka með ýmsu ítarefni en Sögueyjan 3 er sú umfangsmesta til þessa.

 Kvikmyndasafn Íslands, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og RÚV- safnadeild veittu ómetanlega aðstoð við vinnslu rafbókarinnar. 

Meginmarkmið Sögueyjunnar 3 er að varpa ljósi á íslenskt samfélag frá aldamótum 1900 til okkar tíma. Annars vegar er gerð grein fyrir þróun íslensks samfélags í réttri tímaröð. Hins vegar eru tilteknir þættir samfélagsins teknir fyrir og þeir útskýrðir. Efnið er fléttað saman með þeim hætti að nemendur fái tilfinningu fyrir framvindu sögunnar um leið og þeir átti sig á samhengi tiltekinna samfélagsþátta. Aðalatriðið er að veita skýra innsýn í samfélag tímabilsins þar sem nemendur geta áttað sig á lífsskilyrðum almennings og ólíku hlutskipti landsmanna varðandi auð og völd.

ISBN 978-9979-0-1904-6


Tengdar vörur