1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Söguskinna - Kennsluleiðbeiningar

Söguskinna - Kennsluleiðbeiningar

Opna vöru
  • Höfundur
  • Edda Pétursdóttir og Þórdís Gísladóttir
  • Vörunúmer
  • 7354
  • Útgáfuár
  • 2016
  • Lengd
  • 47 bls.

Kennsluleiðbeiningar með Söguskinnu sem er námsefni í bókmenntum fyrir miðstig grunnskóla. 

Við val og skrif efnis í bókinni var haft að leiðarljósi að það væri fjölbreytt og næði að vekja áhuga ólíkra nemenda. Leitað var efnis úr ýmsum áttum og textarnir eru eftir rithöfunda, skáld, blaðamenn og fræðimenn auk þess sem höfundar bókarinnar skrifuðu ýmislegt sem byggt er á heimildum. Söguskinna skiptist í fimm kafla og er hver kafli tengdur ákveðnu þema. Gert er ráð fyrir að kennarar velji þá kafla bókarinnar sem henta hverju sinni. Námsefnið miðar að því að ná til allra grunnþátta Aðalnámsskrár grunnskóla frá 2011. Við val á texta og gerð verkefna voru hæfniviðmið fyrir miðstig grunnskólans í íslensku höfð að leiðarljósi samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, greinasviði í íslensku frá 2013. 

Kennsluleiðbeiningarnar eru settar fram með það í huga að greiða leið kennara að textum bókarinnar og verkefnum. Flestir sem kenna íslensku á miðstigi kenna margar aðrar námsgreinar og misjafnt hvort þeir eru með íslensku sem valgrein. Það er því von okkar að leiðbeiningarnar komi að gagni við undirbúning og geri kennsluna aðgengilegri og áhugaverðari.


Tengdar vörur