1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Sproti 1b – Æfingahefti

Sproti 1b – Æfingahefti

  • Höfundur
  • Bjørnar Alseth, Henrik Kirkegaard og Mona Røsseland
  • Myndefni
  • AnneTtryti
  • Vörunúmer
  • 7425
  • Skólastig
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2008, 2011
  • Lengd
  • 72 bls.

Sproti 1b – Æfingahefti er í flokki kennslubóka í stærðfræði fyrir yngsta- og miðstig grunnskóla. Í Sprota er lögð áhersla á margs konar kennsluaðferðir og misþung verkefni.
Markmiðin eru skýr og hvert viðfangsefni tekið fyrir á fjölbreyttan hátt. Textar eru stuttir og auðlesnir. Sproti 1a er mjög myndræn bók ætluð yngstu nemendunum.
Ný útgáfa 2011
Nú verða tvær bækur Sproti 1a og Sproti 1b fyrir fyrsta aldursárið þar sem áður var einungis ein. Nokkrar tilfærslur eru á efnisþáttum auk þess sem bætt er við nýju efni.

Helstu breytingar í 1a og 1b:

• meiri vinna með tölur á talnabilinu 1–10
• áhersla á talnabilið 10–20 (talnaskilningur, röð talna, talnalína, sætisgildi og peningar)
• meiri áhersla á notkun talnalínu
• aukin áhersla á samlagningu og frádrátt og ólíkar leiðir að lausnum


Tengdar vörur