1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Stika 1a – Nemendabók

Stika 1a – Nemendabók

 • Höfundur
 • Bjørnar Alseth, Henrik Kirkegaard, Gunnar Nordberg og Mona Røsseland
 • Myndefni
 • Anne Tryti og Børre Holth
 • Þýðing
 • Hanna Kristín Stefánsdóttir
 • Vörunúmer
 • 7024
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Útgáfuár
 • 2011
 • Lengd
 • 128 bls.

Stika er námsefnisflokkur í stærðfræði fyrir miðstig grunnskóla. Efnið er framhald af flokknum Sproti sem er fyrir yngsta stig. Stika býður upp á sveigjanleika í stærðfræðikennslunni með því að gefa kennurum möguleika á að nota mismunandi kennsluaðferðir. Markmið hvers kafla eru nákvæmlega tilgreind.

Námsefnið í nemendabókinni er sett fram með það í huga að hægt sé að aðlaga kennsluna nemendum með mismikla getu í faginu. kaflarnir hefjast á hlutbundinni umfjöllun sem þróast síðan smám saman yfir í óhlutbundnari  texta og verkefni. Með hverjum kafla eru próf og æfingasíður, notkun þeirra er útskýrð í kaflanum Um Stiku í kennarabókinni.

Nemendabók og æfingahefti eru margnota bækur og ætlast til að nemendur noti reiknishefti.

Efnisþættir í Stiku 1a eru:

 • Heilar tölur
 • Tölfræði
 • Tugabrot
 • Rúmfræði


Tengdar vörur