Tímabundið er hægt að nálgast bókina á rafrænu formi með því að smella á hnappinn fyrir neðan myndina.
Stika er námsefnisflokkur í stærðfræði fyrir miðstig grunnskóla. Námsefnið í nemendabók er sett fram með það í huga að hægt sé að aðlaga kennsluna nemendum með mismikla getu. Kaflarnir hefjast á hlutbundinni umfjöllun sem þróast síðan smám saman yfir í óhlutbundnari texta og verkefni. Með hverjum kafla eru próf og æfingasíður og er notkun þeirra útskýrð í kaflanum Um Stiku í kennarabókinni.
Nemendabók og æfingahefti eru margnota bækur og ætlast til að nemendur noti reiknishefti.
Efnisþættir í Stiku 1b eru:
• Mælingar
• Almenn brot
• Margföldun og deiling
• Mynstur